HVERNIG FERLIÐ VIRKAR

MÆLING
Þú kemur til okkar í Herragarðinn og sérfræðingar okkar taka mál og leggja ráð á efni, snið og lit - Allt eftir tilefni. Við skráum málin hjá okkur svo viðkomandi geti nýtt sér málin aftur fyrir næstu mælingu og aðlagað þau ef þörf krefur.

VELJA SNIÐ OG EFNI
Eftir máltöku er komið að því að velja efni í sérsaumuðu fötin. Við bjóðum upp á mikið úrval af vönduðum efnum frá stærstu vefurum í heimi og möguleikarnir því nær endalausir. Saman veljum við liti og áferð og förum yfir þá eiginleika sem þú leitast eftir að hafa í efninu á þínum fötum.

SMÁATRIÐIN
Hér er komið að því að velja liti á tölur og á hnappagöt, fóður, saumaskap, fóður í kraga og merkingar í kraga. Þetta er sá hluti sem mörgum finnst hvað skemmtilegastur því smáatriðin eru það sem gera sérsaumuðu fötin þín sérstök og að þínum eigin.

AFHENDING OG SEINNI MÁTUN
Fötin koma í verslun okkar 4-6 vikum síðar og þá er farið í seinni mátun. Þá fara ráðgjafar okkar yfir fötin og sjá til þess að allt sé eins og það eigi að vera. Því næst er komið að vali á aukahlutum eins og skyrtum, skóm og bindi í samráði við ráðgjafa í verslun okkar.

BRÚÐKAUP

ÚTSKRIFT

FYRIR VINNUNA

kringlan

SÉRSAUMSAÐSTAÐAN

Þegar það kemur að sérsaumi viljum við að þú fáir sá þjónustu sem þú átt skilið.